sunnudagur, mars 19, 2006

Kúreki

Ég fór á Sirkus og sá allt þetta spandexfólk þarna. Svo hitti ég ofsalega fullan kúreka frá Las Vegas. Hann var einn og með heimþrá. Reykti Salem Lights. Var með mjög blá augu. En ekkert gróss. Bara fullur og rólegur og angurvær.