Gilzenegger
Í dag varð ég margs visari um Gilzenegger. Ég las við hann viðtal í Blaðinu og horfði á þátt með Köllunum. Í þættinum tóku þeir Davíð Þór Jónsson, fyrrum ritstjóra BB og núverandi þýðanda og skrípórödd, og breyttu honum í smeðjulegan súkkulaðitöffara í bleikri skyrtu. Á ákveðnu stigi í þessu breytingaferli hefðu þeir mátt stoppa, og þá hefði Davíð verið nokkuð huggulegur, en þeir gengu of langt þannig að í lok þáttarins leit hann út eins og mógadón rúsaður rohypnol sali á Glaumbar.
Engu að síður fannst mér þetta fyndið og skemmtilegt. Mér finnst Gilznegger fyndin. Sérstaklega í pistlum. Davíð stóð sig líka vel. Fleiri menn af hans kalíberi mættu taka hann sér til fyrirmyndar og taka sjálfum sér minna alvarlega. Hafa smá húmor... og talandi um það... Væri ekki allsherjargoðinn fyrirtaks viðfangsefni í næstu "hnökkun"?
Geir Ólafs var líka í þessum þætti og núna finnst mér hann óþægilegri manneskja en áður. Hann var að riðlast á uppblásinni dúkku mér til mikilla sjónrænna óþæginda. Virðist ekki mjög vel gefinn sá maður.
|