Sálfræði
Það er leiðinlegt þetta ástand þegar ruslapokinn er orðinn troðinn af rusli en af einhverjum ástæðum þá tekur maður hann ekki upp og hnýtir og skiptir um poka, heldur heldur áfram að troða og troða þar til ruslið byrjar að velta uppúr.
Eiginlega treður maður áfram þar til það kemur að því að henda einhverju stóru, eins og t.d. tómri mjólkurfernu, en þá neyðist maður hreinlega til að taka pokann upp úr og skipta.
Hvað ætli búi að baki þessari kjánalegu frestunaráráttu?
|