Peningar
Þegar ég hef átt mikla peninga, þá hef ég oftast misst tilfinninguna fyrir gildi þeirra og eytt of miklu í vitleysu. Svo þegar ég hef átt lítinn pening, þá passa ég hverja krónu og fæ voða kikk út úr því að kaupa eitthvað smotterí. Þessvegna veit ég ekki hvort er betra. Að eiga marga eða fáa peninga. Ætli það sé ekki skemmtilegast að eiga marga peninga en hegða sér eins og maður eigi ekki svo marga? Það held ég. Skammta sér eyðslufé í hverjum mánuði en vera ekki að spandera eins og api. Vera svolítið þýsk áðí.
|