miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Ég og kynni mín af Íran

Ég bjó í töluverðan tíma með Íranskri stelpu í KBH. Hún var líka mjög góð vinkona mín. Oft fórum við til mömmu hennar að borða íranskan mat og tvisvar hélt ég upp á íranskt nýár með henni.

Shadi, vinkona mín, flúði frá Íran með mömmu sinni í byltingunni upp úr 1980. Þær voru ekki í þessu trúarstuði og meikuðu ekki þessa pólitísku ólgu og paranoju sem var í gangi. Hinsvegar fór hún oft til landins og setti þá upp skuplu áður en út úr flugvélinni var komið. Shadi átti allskonar moldríka frændur og frænkur í Teheran og fannst gaman að fara þarna.
Þegar hún var í KBH þá gerði hún það sama og ég; slæptist, fór í sleik við stráka, spilaði plötur, gerði eitthvað skapandi og vann stundum á Politiken og þá að pródjekti sem átti að láta dani slaka á gagnvart innflytjendum.

Við Shadi áttum mjög margt sameiginlegt, en eitt af því sem okkkur fannst kannski skemmtilegast hvað það varðaði, var hvernig persneskan og íslenskan voru samræmdar þegar kom að allskonar myndlíkingum og tjáningu. Við töluðum stundum dönsku sem danir gátu ekki tengt sig við af því hún var of "vírd". Við áttum líka allskonar viðhorf sameiginleg sem tengdust þá frekar okkar menningu en þessari dönsku.

Margt gat ég lært af þessari vinkonu minni og þeim bakgrunni sem hún kom frá. Shadi var t.d alltaf rosalega dugleg að þakka fyrir það sem við höfðum. Stundum hrópaði hún upp yfir sig "Sérðu hvað við erum sætar! Sérðu hvað við búum flott! En hvað við erum heppnar" os.frv.... Mér fannst þetta gaman. Svo var hún líka með allskonar speki í gangi sem ekki var af kristnum meið. Til dæmis sagði hún að vinir óvina minna gætu aldrei verið sannir vinir mínir. Þessu hef ég oft pælt í og á endanum komist að þeirri niðurstöðu að þetta er rétt. Hún var vanalega alveg með það á hreinu hver var vinur manns og hver ekki og var ekkert að breiða yfir það með bambablikki þegar fólk var henni/mér ekki hliðhollt.

Ég hef lengi vitað að það að ætla sér í stríð við Íran er eins heimskt og það getur verið. Viðhorf þessa fólks er mjög öflugt og oft herskátt. Þau eru nánast með gamla sturlunga attitjúdið okkar og landið er mjög stórt. Stærra en Alaska. Þau taka ákveðin gildi mjög alvarlega (vináttu, traust, hollustu, virðingu os.frv) en eru líka jafn sjálfhverf og við ljóshærða liðið.
-Yeah baby. Ef kókhausinn í vestri ætlar sér í stríð við hitt Í-landið þá fer kúkurinn fyrst alvarlega í viftuna. Það veit aldrei á gott þegar kókaínsmitaðir heilar fara í stríð.