sunnudagur, desember 18, 2005

Djamm

Þessi helgi hefur verið afar viðburðarík, svona djammlega séð. Á föstudaginn upplifði ég viðbjóðshrylling á einhverjum bar sem kallast Zoo bar. Þar sem áður var Pasta Basta.

Ég vissi ekki að það væru til margvíslegir levelar af tjokkóum en þarna hitti ég fyrir eitthvað sem ég kýs að kalla rakka tjokkós. Utangarðskatta tjokkós. Botn tjokkós.

Fólk sem ég ímynda mér að vinni í Rúmfatalagernum, Elko, Húsasmiðjunni osfrv.... en restin af tilverunni fer svo í lyftingar, brúnkuásmurning, eiturlyfjasölu, ljósatíma, klámgláp, pulsuát, eiturlyfjaneyslu, mióplexhristinga, hárlitun, lyftingar og meira klámgláp. Svei!

Þetta minnti mig á stéttaskiptingu tjokkóa. Þessir myndu þá vera lágstétta-tjokkós. Bísa-tjokkós. Hrepps-ómaga-tjokkós. Tjokkós af síðustu sort. Bæði kynin eins og úrkynjuð eintök af homo sapiens sapiens. Svei!

Ég var inni á Zoo bar í svona 5 mínútur. Þá gat ég ekki meir og rauk á dyr.

Í gærkvöldi entist ég síðan í svona um það bil 45 mínútur á NASA þar sem áttu að vera einhverjir Gus Gus tónleikar. Þetta var hryllingur mikill enda var hljómsveitin Ghost digital að spila þegar ég kom inn. Það er hryllingshljómsveit. Ógeðslega óþolandi hávaðahryllingur. Fólkið á NASA var líka í stórum meirihluta uppstrílað og strompreykjandi hryllingsfólk. Mikið finnst mér fólk stundum ömurlegt.

Svo endaði ég á því að fara á stað sem ég var sátt við. Þar var enginn reykjarmökkur, fólk var snyrtilegt og umhverfið fínt. Ég ætla samt ekkert að segja hvaða staður það var, enda á maðr ekki að vera jákvæður á svona bloggsíðum.