miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Heróín



Í nótt dreymdi mig að ég væri heróínisti. Það var nokkuð merkilegur draumur. Heróínvíman var góð. Hún losaði mann við alla verki. Andlega sem líkamlega. Stunguförin voru hinsvegar bögg. Eitthvað svo ósmekkleg á handleggnum. Vesen líka að vera að halda frontinum uppi. Feluleikurinn. Eins og framhjáhald. Alltaf undercover.