Ég á afmæli
Í dag...
Þetta er frekar magnað. Núna er ég ansi fullorðin. En samt ekki. Sef alltaf í Tupperware dós þannig ég hef gott geymsluþol. Er nokkuð slétt í framan og með tannspangir sem yngja mig upp. Verst að ég fékk kerlingarass eftir meðgönguna. Næsta mál á dagskrá er að spenna hann aftur upp í fyrra horf. Eða eins nálægt því og ég kemst. Segi þó ekki að það sé ofarlega á forgangslistanum. Best að klára íbúðina fyrst. Svo að spenna glútimusinn.
|