Þrengjum efrigóm
Ég fór í tannréttingar í dag og tannréttingamaðurinn tilkynnti mér að nú vildi hann þrengja efri góminn. Til þess notaði hann vír sem hann þræddi í brautirnar sem eru límdar á tennurnar mínar í efri góm og svo tosaði hann þetta einhvernveginn til þannig að ég var með hausverk það sem eftir leið dags.
Þegar ég fór fram á deskið og spurði stelpuna hvað þessi 10 mínútna aðgerð hefði kostað þá sagði hún vandræðalega "ellefu þúsund". Ég spurði hvort hún væri ekki að grínast í mér og hún sagði -nei, hann skipti um boga.
Þessi 'bogi' var ekki merkilegri en járnvír sem maður notar í jólaföndri og mikið skelfilega er þetta eitthvað erfið þjónusta þetta tanndæmi. Hvernig er hægt að meta hana? Þetta er ekki eins og kaffibolli sem maður veit allt um sjálfur. Altso, maður veit hvað kaffipoki kostar og hvað mjólk kostar og sirka hvaða laun manneskjan sem serverar er með og þannig getur maður sagt ókei, ég skal borga 300 kall fyrir þennan bolla. En með tannréttingar þá veit maður ekki rassgat og neyðist bara til að trúa þessu öllu og draga upp fislétta budduna.
Svipað og þegar heimurinn átti að farast í 2000 vandanum og tölvufólk rukkaði 30.000 kall á tímann til að koma í veg fyrir að 2000 vandinn myndi eyða öllum gögnum úr tölvum fólks. Einmitt... Ég ætti að ganga í neytendasamtökin.
|