laugardagur, október 23, 2004

Gaman á Gljúfrasteini

Já, hvað haldiði. Ég fór á Gljúfrastein í dag og það var nú heldur betur fallegt og skemmtilegt. Annað eins dásemdarheimili hef ég ekki komið inn á hér á landi. Mér fannst bara hreinlega allt fallegt og aðlaðandi þarna. Stóri glugginn með plöntunum, sundlaugin, útsýnið... Sannkallaður Hollywood fílíngur í Mosó. Auður var alveg með þetta undir kontról. Ótrúlega smart og smekkó allt saman. Áfram Auður!