föstudagur, október 22, 2004

Fín bíómynd

Fór á Manchurian Candidate áðan og fannst hún þrælfín. Hún fjallaði um vald og spillingu á tveimur levelum. Annars vegar hið viðbjóðslega vald sem spilltir foreldrar geta haft yfir börnum sínum fram eftir öllum aldri, sem og valdið sem spilltir valdamenn hafa yfir hver öðrum og jafnvel þjóð sinni. Í raun tvö keimlík fyrirbæri því að í báðum tilfellum vita þeir aðilar sem eru undir valdinu ekki að það eru eigingjarnar hvatir og samúðarleysi og spilling sem búa þar að baki.

Scott Peck, sem ég hlekkja á einhverstaðar hér á síðunni, kallar þetta hvorki meira né minna en evil og um það má fræðast í stórgóðri bók hans People of the lie. Mæli með henni, og myndinni.