Gummo frétt
Einhvernveginn þá verður mér hugsað til stórmyndarinnar Gummo þegar ég les þessa frétt:
Erlent | AP | 23.9.2004 | 13:39
11 ára drengur ákærður fyrir nauðgunartilraun
Ellefu ára gamall drengur hefur verið ákærður í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum fyrir kynferðislega árás á 76 ára gamla konu á heimili hennar á meðan þrír aðrir drengri stóðu vörð.
Lögregla segir, að í viku fyrir árásina hafi drengirnir ofsótt konuna og ítrekað brotist inn til hennar og stolið peningum og öðrum munum.
Konan sem býr ein sagði lögreglu að hún hefði verið að þvo sér í eldhúsinu sl. föstudag þegar drengurinn ruddist inn ásamt félögum sínum og heimtaði peninga. Hann skipaði henni síðan að afklæðast og fara inn í svefnherbergið. Konan segir að drengurinn hafi síðan sett á sig smokk og reynt að nauðga henni.
Eldri bróðir drengsins, 13 ára, og tveir aðrir drengir, 11 og 12 ára, eru einnig ákærðir fyrir innbrot og fleiri afbrot.
fimmtudagur, september 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|