fimmtudagur, desember 18, 2003

Vá hvað Extreme Makeover eru skrítnir og skemmtilegir þættir. Rosalega er ég pro plastic. Held að ég hljóti að vera með Dorian Gray heilkenni. Finnst svona fikt í búknum alveg hið besta mál.

Allt svona sem fólk gerir til að líta betur út er sniðugt. Sérstaklega þetta í Afríku þegar konur eru með svona tuttugu gullhringi utan um hálsinn til að hann sé sem lengstur. Eða þetta fólk í Afríku sem er með svona svakalega neðrivör. Hérna fá konur sér brjóstastækkanir og menn láta taka í burtu bauga undir augum. Allt til að verða soldið sætari. Er það ekki sætt? Mér finnst það. Púa á allt röfl um að þetta sé ekki siðlegt og svona. Gaman að gera heiminn sætari, hvernig sem skilgreiningin á "sætari" er. Það hlýtur að vera undir hverjum og einum komið. Ég veit allavega að Michael Jackson finnst hann sjálfur sætur og það ætti að vera nóg þó að heiminum finnist hann fríkí og skrítinn.

Svo var þessi þáttur á RÚV um daginn þar sem 91 árs kona fór í laiser meðferð til að verða unglegri. Hún var svaka hress og sagði að hún gæti nú sjálf ákveðið hvað hún gerði fyrir sína heilsu og við sína peninga. Þetta taldi hún til bóta fyrir heilsuna af því þegar hún kíkti í spegil þá þætti henni svo gaman að sjá sig. Hún virðist ekki deginum eldri en 86.

Ég er að hugsa um að fara í neflengingu og stækkun. Svo langar mig kannski að láta græða á mig horn og skekkja tennurnar svo ég verði meira eins Gnýr. Það finnast mér falleg dýr.


The African aesthetic of exaggerating features of the human body represents a symbolic assertion of human will over nature. For example, lip plates alter the natural body to a "supernatural" appearance that, it is believed, provides supernatural protection. To a Westerner, a lip plate appears as a disfigurement, but in the African view, such a body manipulation represents a human triumph over the natural. Landow (1997) writes that "traditional African body decorating and sculpture elevate the human above both the merely natural (in reality) and the merely realistic (in aesthetics)."


...einmitt. Það er þetta sem mér finnst svo skemmtilegt. Hvar dregur maður líka mörkin á því sem er "eðlilegt". Okkur er ekki "eðlilegt" að fara á klósettið einu sinni. Ekki eðlilegt að tala. Ekki eðlilegt að hella upp á kaffi eða höggva niður jólatré. Heldur er okkur ekki "eðlilegt" að lita á okkur hárið eða setja á okkur maskara. Það eina sem er okkur litterarí "eðlilegt" er það sem hefur áhrif á okkur úr umhverfinu; því við fæðumst sem einskonar tabúla rasa, óskrifað blað og ef við ölumst upp með hundum, þá verðum við eins og hundar, ef við ölumst upp með öpum, þá hegðum við okkur og eigum samskipti eins og þeir. Þetta hefur marg sýnt sig og sannað. Seinna er svo hægt að fara eitthvað að velja og hafna, ef maður er á annað borð svo heppinn að vera með einhverja meðvitund en ekki bara á auto pilot, algerlega undirorpinn hvötum sínum og viðbrögðum eins og margt fólk virðist þó vera (þrátt fyrir að hafa étið af skilningstrénu)... er ég kannski kominn út í ritgerð hérna?