Svaf lengi eftir velting gærdagsins. Veltingur smeltingur. Stundum hellist tilveran yfir mann. Fór á ljóðakvöld í Tjarnarbíó og hló og grét til skiptis. Þetta var nú meirah ruglið. Ljósið í myrkrinu var hann Marlon sem kom á svið og rappaði mjög hratt á meðan Bjartur vinur hans bítboxaði. Þegar hann var sex ára og ég átján ára þá vorum við rosalega góðir vinir. Kynntumst þegar ég var að vinna við að passa hann. Svo var þetta bara eithvað
"Er þetta sonur þinn?"
"Nei, þetter vinur minn"
...það er ekkert að því að eiga vini á öllum aldri. Svona er sálir harmonera þá skiptir ekki máli hvað fólk er gamalt. Við Marlon skemmtum okkur alltaf svo vel saman. Héngum og sögðum hvort öðru sögur og svona. Hann gat logið svo flottum sögum að ég var stundum agndofa. Þetta fór í taugarnar á hinum fóstrunum en ég hafði gaman af drengnum, og sjá, hann er ákaflega skapandi ungur maður í dag. Er í hljómsveit og teiknar myndir og ég veit ekki hvað og hvað.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|