þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Núna er ég restless, irritable and discontent. Var að pæla í því áðan hvort ég ætti einhverntíma eftir að hætta að fá þessi restless, irritable and discontent köst. Einu sinni fór ég alltaf og datt í það þegar mér leið svona. Drakk Johnny Walker og Jack og Classic á flauelsbörum í Kaupmannahöfn. Svo einn daginn þá horfði ég í spegil og sagði við sjálfa mig "Magga, þú ert myndarleg og vel gefin ung kona, ef þú heldur áfram að gera þetta þegar þú ert restless, irritable and discontent þá endarðu einhversstaðar þar sem þú vilt ekki vera." Svo ég hætti að detta í það og datt úr því.
Núna verð ég bara að hlaupa eða gera slökunaræfingar eða jóga eða skrifa eða obsessa einhvernveginn öðruvísi þegar ég verð restless, irritable and discontent. Verst að eiga ekki kærasta akkúrat núna sem bíður bara. Marvin Gay var líka svona eins og ég. Hann samdi lag um þetta; When I get that feeling, I want... og eitthvað... (finndu textann).
Marvin var samt ekki Gay. Þá hefði lagið ekki orðið svona frægt. Flest fólk er ekki mikið fyrir það að hugsa um tvo karlmenn að híla hvorn annan sexjúallí. Pabbi hans Marvins skaut hann til bana. Frekar súr pabbi svo ekki sé meira sagt. Allavega ekki mjög "gay".
Ben Harper gerði yndilslega útgáfu af þessu lagi hans Marvins. Eiginlega höfðar hún meira til mín þessa dagana en orginallinn. Verst að Ben sé ekki kærastinn minn. Það væri sko hressandi. Það er ekkert óþægilegt að hlusta á hann allavega. Rödd skiptir máli. Rödd skiptir miklu máli. Falleg rödd getur róað mann þegar maður er restless, irritable and discontent.