Maður kom til geðlæknis og sagði að bróðir sinn héldi að hann væri hæna. Geðlæknirinn spurði: Af hverju leggurðu hann þá ekki inn einhversstaðar og maðurinn svaraði, Nú, af því ég þarf eggin! (úr Annie Hall e. Woody Allen)
Frændi líkti þessu við ástarsambönd, sem eru stundum hálf geðveikisleg, en hey... maður fær eggin. Spurningin er þá...Er geðveikin stundum pay off?
Ég var að tala við konu sem lagði áherslu á það að maður héldi sínum fyrri ástar og kynlífsmálum fyrir sig þegar maður færi í nýtt samband. Hún sagði að það væri óréttlátt að fólk fengi ekki að móta sér skoðanir á hvort öðru út frá eigin upplifunum. Að kynnast manneskjunni eins og hún er í dag en ekki út frá ályktunum sem hægt er að draga út frá einhverju sem hefur gerst áður.
Þetta með fyrrverandi aðila í lífi manns getur oft verið eins og góður eggjabakki sem hæglega er hægt að kasta út um allt. Þessvegna segi ég við ykkur börnin góð. Næst þegar þið farið, eða siglið inn í samband, þá skuluð þið leggja áherslu á að fá að eiga ykkar fortíð út af fyrir ykkur og biðja ykkar prospekt um að gera slíkt hið sama. Hvað hefur maður ekki oft séð vandræði skapast út frá einmitt þessu. Óréttmætan ótta sem gerir öllum lífið leitt og eykur á vantraust. Það er hægt að finna ánægju úr öðru en eggjakasti og gömul egg eru vond.
-Véfréttin
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|