mánudagur, nóvember 10, 2003

Á hlemmi

Maður í jakkafötum: ...og sjá! Englar með lúðra og aukakíló birtust á himnum og blésu yfir mig fagnaðarerindinu!
Hrokafullur unglingur: Ha? Ertu eitthvað geðveikur?
Maður í jakkafötum: Nei, ég er ekki geðveikur. Englar með lúðra og aukakíló birtust á himnum og blésu yfir mig fagnaðarerindinu!
Hrokafullur unglingur: Hvaða erindi?
Maður í jakkafötum (gnístir tönnum): Nú helvítis fagnaðarerindinu sem er fullt af fögnuði.
Hrokafullur unglingur:Hvaða fögnuði, yfir hverju?
Maður í jakkafötum: Nú að ég myndi fá kauphækkun og lengri lim.
Hrokafullur unglingur: Kauphækkun og lengri lim, er það fagnaðarerindið. Hvað með lambið?
Maður í jakkafötum: Hvaða lamb?
Hrokafullur unglingur: Nú þessu þarna lambi.
Maður í jakkafötum: Ég veit ekkert um neitt lamb. Þarftu ekki að fara að koma þér í skólann?
Hrokafullur unglingur: Nei, ég er að fara í meðferð.
Maður í jakkafötum: Meðferð við hverju?
Hrokafullur unglingur: Áfengisvandamálinu, ofvirkninni og athyglisbrestinum.
Maður í jakkafötum: Þú þarft að finna þér trú.
Hrokafullur unglingur: Farðu í rassgat.
Maður í jakkafötum: Haltu kjafti!
Hrokafullur unglingur: Haltu sjálfur kjafti og farðu í rassgat.

Maður í jakkafötum lemur hrokafullan ungling í hausinn.´

Maður í jakkafötum: Þú veist ekki neitt og kannt ekki neitt. Þú átt að heita framtíð þessa lands en ert ofvirkur og með athyglisbrest og áfengisvandamál.
Hrokafullur unglingur: Þú ert fáviti með fagnaðarerindi.
Maður í jakkafötum: Hérna, taktu þetta (réttir hrokafullum unglingi 1000 krónur). Farðu eitthvað með tvistinum.
Hrokafullur unglingur: Takk, og farðu eitthvað í rassgat. Fáviti.

Endir.