Fáviti!!!
Ég er búin að einbeita mér stíft að því að lesa bókina Of Men and Mice vegna þess að til stóð að fara í próf. Ég les og les, leigi myndina, fer á netið og stúdera þetta, hamast og hamast og þramma svo eftir allann undirbúninginn upp í skólann til að fara í þetta próf en viti menn... Það var ekkert próf!! Bara tóm stofa. Flöktandi gardína.
Ég þrammaði súr og pirruð í kennarastofuna og þar tók á móti mér einhver vinalegur Kolbeinn sem tilkynnti mér að kennarinn væri í San Fransisco að dingla sér eitthvað. Kemur ekki fyrr en á þriðjudag. Ég spyr HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?¨Og hann segir mér að gera bara ekki neitt. Fara bara heim.
Djöfull getur fólk eytt tímanum manns stundum. Út af gáleysi eða hugsunarleysi eða bæði. Karlmenn, kennarar og klikkaðar kerlingar. Einn daginn á ég örugglega eftir að fá samskonar útrás og gaurinn í Falling Down. Bara snappa á heiminum og þessum hugsunarskorti og labba um bæinn og bitch slappa alla sem hafa einhverntíma eytt tíma mínum með misvísandi upplýsingum.
Fari það í grábölvaðan helvítis andskota... Fokk fokk fokk, fokking fokking fokking fokks. Fokkers! Fokk off... stjúbid fokks!!! Fávitar!
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|