Þetta dýr heitir Possum
Mín yndilslega vinkona, Ásdís Gunnarsdóttir, bjó og býr enn með annann fótinn í LA. Einhverntíma þegar hún var að koma heim til sín þá mætti hún svona Possum í glugganum. Hann var á leiðinni inn og var eitthvað að baksa við stormjárnið eins og hann ætlaði sér að opna. Hún lamaðist aðeins þegar hún sá hann og þau horfðust í augu. Svo sagði hún "Farðu þarna!" en hann fór ekki neitt og hélt bara áfram að bauka við járnið. Þá sagði hún aftur og hærra "Farðu þarna!!" og þá svona hætti hann, horfði fúll í augun á henni, sneri sér síðan undan og kjagaði hægt í burtu.
Hér er Possum að klifra í gardínu:
Possum að gubba:
Hressir Possum ungar. Eins og sjá má hafa Possumar margar ásjónur.
Mjög sætur dverg Possum
föstudagur, nóvember 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|