laugardagur, nóvember 08, 2003

Þessi Idol keppni hefur nánast alveg farið framhjá mér. Ég sá fimm mínútur af þessu og leið illa eiginlega allan tímann. Aumingjans aumingjarnir. Fyrirgef þeim faðir því þau vita ekki hvað þau gjöra.
Ég varð feiminn og vandræðaleg. Þetta var heilmikið klám alveg. Flestar stelpurnar feitar að syngja einhver hryllileg Disney lög, reyna að þenja sig og "syngja" svona "söngkonulega". Agalegt alveg hreint.

Hinsvegar hef ég tekið miklu ástfóstri við gömlu lögin hans Björgvins Halldórssonar og dáist að því hvað hann söng vel. Sérstaklega í laginu Sönn ást úr Óðali Feðranna. Man líka eftir cameo atriðinu þar sem hann mætti á útihátíð í myndinni. Einstakt alveg. Dásamlegt. Óðal Feðranna var góð mynd. Morðsaga var betri.