mánudagur, nóvember 10, 2003

Alistair vinur minn er mjög lítill. Hann er með titanum gleraugu og iðkar Tai Chi. Ef hann væri ekki með þessi gleraugu þá væri hann eflaust flottari og gæti náð sér í asíska konu. En hann vill ekki sleppa því að vera með þau. Langar ekki til að vera með linsur af því það gæti sletst á þær sæði og það gæti farið undir linsurnar. Hann vinnur nefninlega við að frjóvga egg og gera glasabörn og er þessvegna stundum að vesenast eitthvað með sæði. Þetta með titanum gleraugun er líka atriði af því einusinni var ráðist á hann og þá var hann með stór og þung gleraugu. Ætlar ekki að láta það koma fyrir aftur.