Afi minn er 75 ára í dag
Afi er 75 ára í dag
...ég á ótrúlega ruglaðan afa. Mjög ruglaðan. Það myndu allir skrifa upp á það.
Hann er á Kanarí núna. Ég fékk far með honum og Hartmanni vini hans út á flugvöll þegar ég flaug til Köben. Þeir URÐU að ná fyrir sex um morguninn til að fá ókeypis morgunmat. Svo þegar við settumst inn á kaffiteríuna þá sveifluðust þeir á milli borða, ótrúlega æstir, og slúðruðu eins og kjéllingar. "Nei, nei... er hann ekki kominn með þessa kellingu með sér... jæja, það verður gaman að sjá hvernig þetta fer".... "Bíddu, er þetta ekki hann þarna... já, svo hann er að fara líka..." o.s.frv.
...stundum er hann samt alltílæ, en oftast frekar ruglaður. Það er altalað...
|