Örn býr með mæðgum. Mamman er svona að verða sextug og vinnur sem djákni. Hún er gamall hippi. Trúir ekkert sérstaklega mikið á guð. Sér bara um að allir séu skýrðir og jarðaðir og ef presturinn verður veikur þá reddar hún öðrum presti. Hún situr inni í stofu og reykir öll þessi ósköp af Prince sígarettum. Stofan er hálf full af spírítískum málverkum sem einhver frændi hennar málaði í kringum 1940. Dreki að koma upp úr sjónum og englahrúga að fissast eitthvað í honum... ljóslíkamar og svona. Svo er líka fullt af kínverskum bollum og þannig dóti þarna inni. Þetta er voðalega fínt alltsaman. Konan var að kaupa sér hús í Svíþjóð og þar er hún öllum stundum að gera upp, smiða, berja niður veggi og svona. Hún er voða fín eitthvað. Með helling af dökk gráu hári á höfðinu og gleraugu á nefbroddinum. Djákninn.
miðvikudagur, október 29, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|