miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Nei sko... kommentin komin aftur. Um að gera að tjá sig gott fólk...

Ég er að frosna hérna. Ekki svona frost frost heldur svona "Ég er búin að sitja ónáttúrlega lengi fyrir framan tölvu" frost.
Eins og sundkorkur sem er orðinn rosalega gamall og byrjaður að molna í sundur. Eða mjólk sem hellist á borð og byrjar að skorpna í svona poggulitlar flyksur.
Kannski að ég fari bara að sofa... það er samt svo gott að skrifa á nóttunni. Svo mikil þögn. Líka í hausnum.