þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Ómæ gosh. Ég er að fara að byrja í nýrri vinnu á morgun. Kaffihús í Kringlunni. Borga skrambans skattinn. Skrítið að vera að fara að vinna í Kringlunni. The heart of darkness. Þarmur Mammons. Þetta er samt fínt kaffihús sem ég er að fara að vinna á og þar er rosalega gott kaffi og eigandinn virðist vera hinn fínasti maður. Þetta er gott og vel. Svo er ég að fara í Iðnskólann að læra ljósmyndun líka og verð í fjarnámi, kvöldskóla, utanskóla og dagskóla eftir því hverju ég kem við. Magnað. Aukinheldur mun ég halda áfram með blaðamanns starfið á fullu en akkúrat núna á ég eftir að klára 15 greinar. Þetta virkar allt alveg rosalega óvervelming. Eins gott að ég á ekki krakka og kall... djísuss...