Einu sinni trúði fólk því virkilega að dauðir sjómenn gætu farið að drekka í gegnum aðra. Gúndi varð kannski allt í einu rosalega fullur trekk í trekk og hegðaði sér eins og fáviti. Þá var það bara útskýrt með því að það væri látinn sjómaður að drekka í gegnum hann. Hvað er það? Ha? ""Jæja, þá er skipperinn kominn í hann Gúnda, eina ferðina enn. Ætlar þessu ekkert að linna..."
Núna fara menn bara í áfengismeðferðir en mikið væri gaman að vera alki og láta særa úr sér "sjómanninn" með kertum og tjanti og þulum og biblíu og feitri konu sem labbar hringi í kringum mann og þannig. Meira kúl en að vera í slopp á Vogi með pilluætum og hafa Þórarinn Tyrfingson þrumandi eitthvað yfir sér.
Ég ætla að stofna svona meðferðarheimili sem særir fulla, dauða skippera úr fólki.
laugardagur, ágúst 16, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|