Var að horfa á upprifjun af Torgi hins Himneska friðar í kassanum á National Geo. Stúdentar að mótmæla spillingu í ríkisstjórninni og óeðlilegum útgjöldum og mútum og drasli innan hennar. Liðið sat fyrir utan og mótmælti heillengi en svo var það bara skotið niður...
Á Íslandi skiptir bara ekkert máli hvað fólk segir eða gerir, hvort það þrammar í mótmælagöngum, fer í hungurverkfall eða gargar úr sér raddböndin eða talar af sér hausinn yfir bjór eða kaffi. Skrifar greinar í blöð eða sendir e mail. Það virðast allir komast upp með allt.
Árni Johnsen situr í djeilinu og skrifar bók. Hann á "vini" sem hann lofaði að koma ekki upp um. Þessvegna á hann eftir að fá einhverja ágæta vinnu þegar hann kemur aftur út. Þetta verður allt í lagi -Við reddum þessu...
fimmtudagur, júlí 24, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|