miðvikudagur, júlí 23, 2003

Taktu eftir því næst þegar þú horfir á fréttirnar, að eftir allt þetta neikvæða raunveruleikasjónvarp þá er alltaf birt einhver ein svona diazepam frétt sem á að róa mann niður. Eitthvað um lamb sem fæddist í Skagafirði eða endur að fara yfir Tjarnargötu eða krakkar á leikskóla að jarma eitthvað lag. Ótrúlegt.
Ég nenni reyndar sjaldnast að horfa á fréttir í sjónvarpi. Les frekar blöð. Þannig stjórnar maður áreitinu betur.