Mig dreymdi Shiva í nótt.
Shiva var að dansa... og það var ótrúlega falleg...
Þegar ég var í New York þá hitti ég nokkrar stelpur sem eru Indverskir dansarar og þær dansa ritúalska indverska dansa til heiðurs Shiva og fleiri guða.
Ég fór í afmæli til einnar þeirra í rosa fínni íbúð á 42nd str. Hafði útsýni yfir alla götuna sem er eins og eitthvað úr Bladerunner. Núna, ef ég fer til Indlands, þá má ég vera hjá þeim. Það er ekki verra. Heimboð á Indlandi. Reyndar eiga Sigrún frænka og Guðni maður hennar einhverja vini þarna líka. -The India Connection. Mig hefur alltaf langað til að fara þangað. Það líður eflaust ekki á löngu.
mánudagur, júlí 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|