Hvað er að gerast með mig, mér finnst eins og ég sé með orm í maganum. Man eftir fréttinni þarna um sjómanninn sem át hrá loðnuhrogn og þegar hann var opnaður þá spratt svoleiðis ormaveislan út úr honum. Ég fór á Sushi stað í New York rétt áður en ég kom heim... Kannski voru loðnuhrogn í því? Ojjjjj.....
Nei, ég er ekkert með orm, en ég er ekki hress í maga. Díana vinkona mín sendi mér líka sms kl 3 í nótt og sagði að sér væri illt í maga. Þetta er eitthvað að ganga...
Svo er ég með hósta líka. Ha? Erfitt líf? Ha?
mánudagur, júlí 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|