Mamma var að koma frá Austfjörðum og sagðist hafa lent í uppákomu í Loðmundarfirði. Þar var einhver köttur sem hafði verið fóðraður á þurrmat úr Bónus. Hann varð allur eitthvað uppblásinn og harður og þegar krakkarnir potuðu í magann á honum þá vaggaði hann bara. Svo fór bóndakonan með hann til dýralæknis og læknirinn fann út að kötturinn var bara með þetta líka svakalega harðlífi. Allur stútfullur af þurrmat. Reyndi að láta hann laxera en ekkert kom. Þá reyndi hann að skera köttinn upp og láta þetta koma út um annað gat, en kattar ræfillinn hafði þetta ekki af og dó á skurðarborðinu. Mamma og Úlfar voru svo viðstödd jarðaförina ásamt einhverjum gönguhópi sem kom þarna yfir heiðina. Kötturinn var víst frekar stór og bóndakonan rúllaði honum marga hringi inn í svartan ruslapoka. Svo var grafin djúp og breið hola. Gönguhópurinn var að spá í að syngja en þau gerðu það víst ekki. Þetta voru einhverjir kór meðlimir.
Mamma var að hugsa af hverju enginn sagði neitt við því að kötturinn hefði verið jarðsettur í pokanum "Hann á eftir að vera þarna í svona 200 ár!"
Úlfar sagðist líka hafa verið að hugsa um að segja eitthvað en lét það víst ógert. So... ef þú ferð einhverntíman í Loðmundarfjörð....
þriðjudagur, júlí 29, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|