mánudagur, júlí 14, 2003

Það er svo mikið búið að gerast síðan ég kom hingað að ég kem því ekkert öllu fyrir í einu bloggi. Í gær var ég að bíða eftir lest, og sá par fara í rosalega mikinn sleik. Þau bara ætluðu aldrei að hætta í sleik. Ég var komin með áhyggjur af þeim. Þetta var fullorðið fólk og þau voru bara í endalausum sleik. Svo fór ég í Virgin Megastore og varð mér úti um Twin Peaks, fyrstu seríu eins og hún leggur sig, og Power of Myth seríuna þar sem er verið að tala við Joseph Campbell. Svo keypti ég mér espadrillur og fór í lestina og villtist en endaði heima hjá James vini Genny. Hann gaf mér að borða, salat, ýsu og kartöflu mús...og í lokin... súkkulaði og hnetuköku með rjóma. Alveg dónalega gott.
Eftir matinn fórum við upp á þak að horfa yfir borgina. Það er voðalega vinsælt hérna. Núna á að byggja eitthvað annað hlussuferlíki í staðinn fyrir twin towers og allir eru ósáttir við niðurstöðuna. Það er eins og fólk muldri bara eitthvað þegar ég spyr. Ég er viss um að fólk á eftir að tala um og hugsa um 11 september 2000 næstu 10 árin eða lengur. Þetta markeraði allt hérna í NY og breytti hugsunarhætti fólks og venjum þess.

Á eftir ætla ég að hitta hann Hólmar og fá hjá honum disk. Hann gerir ferlega skemmtilega tónlist. Ég fór reyndar og keypti mér tónlist í gær. 3 diska með Cat Power og einn með Will Oldham, eða Bonnie Prince Billy eins og hann er líka kallaður. Sá á plakati að Björk hefur greinlega verið að lesa bloggið mitt vegna þess að hún ætlar að fá hann til að spila með sér á tónleikum hérna. Bráðum verður hann örugglega heimsfrægur og fer að gera rosalega pródúseraðar plötur og þá verð ég sár. En ég efast samt um að Will eigi eftir að gera það. Hann er eitthvað svo mikið í samhengi við sjálfan sig... Tjah, en hvað veit maður... heilustu sálir geta orðið afvegaleiddar...