Núna var ég að brenna mig á tungunni á þessu róandi te sem ég ætlaði að drekka fyrir svefninn. Er eitthvað verra en svona tunguslys? Eins og þegar maður var lítill og vitlaus og sleikti hélaðan ljósastaur. Það gerist bara einu sinni.
Ég heyrði einu sinni um par sem var voða mikið pírsað. Hann með lokk í lók og hún í tungu. Guess what happend? Þau urðu að fara á slysó og allt. Svo er víst ekki sniðugt að reyna að hafa munnmök þegar maður er með spangir og kona með pjásulokk. Það er víst ávísun á vandræði.
fimmtudagur, júní 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|