föstudagur, júní 13, 2003

Föstudagurinn 13

Vá vá vá vá vá....

Ég var að lenda í rosa reynslu og ákvað um leið að byrja að halda þétta dagbók yfir það sem á daga mína drífur hér á la spania.

Eins og fyrr segir þá ákvað ég að fara aðeins á ströndina í sólbað um fimmleytið í dag. Það gerði ég og horfði á allskonar fólk á ströndinni. M.a. ótrúlega ósexý kvenmenn sem voru holdgerfingar lélegs mataræðis. Þær voru allar einhvernveginn of feitar, stóðu asnalega í lappirnar, sugu sígarettur og drógu buxurnar út úr rassgatinu. Það mætti halda að einhver hefði vatterað þær með appelsínuhúð. Ég hugsaði djöfull skal ég aldrei enda svona og fann Baðhús Lindu í blóðinu.
Eftir c.a. klukkutíma fór ég heim í sturtu og skipti yfir í þokkaleg föt. Buxur og skyrtu. Fer svo og næ í fjallahjólið og hjóla af stað að finna mér Mexíkanskan mat að borða. Maturinn var fínn og alltígóðu með það. Ég hoppa södd á hjólið og fer að hjóla um Santa Pola, en það er bærinn sem ég er stödd í. Voða vinalegur Spænskur fiskibær. Reyni að finna þennan Leprikorn pöbb sem Sólveig frænka talaði um en ekkert gengur. Ég hjólaði og hjólaði þar til ég gafst upp og ákvað að fara þetta bara á bílnum. Geri það. Keyri út rosalega langa götu og enda á því að finna búlluna. Labba inn og sé engann sem mig langar til að falbjóða líkama minn, engar hnetur og ekkert pepsi. Labba inn í sjoppu við hliðina á og kaupi mér eitthvað þar. Kem auga á unga stelpu með svart litað hár og stjörnutattú. Ég, eðlilega, gef mig á tal við hana og bendi henni á mín stjörnutattú. Hún kætist öll og við förum að spjalla. Kemur á daginn að hún heitir Trína, er sænsk og er hér með mömmu sinni sem býr hérna með kærasta. Stelpan vill ólm verða vinur minn og ég sem hafði ekkert betra að gera var alveg til að það. Hún býður mér að setjast til borðs með kærasta mömmunnar og frænda sínum.
Þeir eru svona fimmtugir og heita Hákon og Ditteroth (hálfur þjóðverji). Minna mig aðeins á gaurana í Sexy Beast, en dulítið dannaðari. Það sem var skrítið var að annar þeirra, sem var svona raffíneraður og grannur, var með træbal tattú á handleggnum rétt fyrir ofan Rolexinn. Við förum öll að spjalla og ég einhvernveginn hafði meira að segja við frændann en stelpuna. Ég spyr samt stelpuna hvað hún geri og hún segist vilja verða blaðamaður.... úúúú viti menn!... og ég er blaðamaður. Þetta fannst henni geggjað spennandi en mennirnir tveir urðu frekar skrítnir. Sögðu að það væri allt í lagi svo lengi sem ég færi ekkert að skrifa um þá. Trína var víst nýbúin að rífast við þá um hvað það hefði að segja að vera blaðamaður. Hana langar að verða svona stríðsfréttaritari og fara til Tjétjéníu. Þeim fannst það léleg hugmynd, en undarleg tilviljun að hún skyldi akkúrat koma til baka úr sjoppunni með blaðamann með sér.
Anýhú. Við sitjum þarna og reynum að spjalla um eitthvað. Frændinn býður upp á rækjukokteil og það var vel. Rosa fínn kokteill... svo kemur spjallið.
Ég spyr þá hvað þeir hafi búið þarna lengi og svona. Við röbbum eitthvað um svæðið og hvað sé fint þarna. Markaðinn of.l. Svo spyr ég frændann hvað hann geri, eða þeir báðir, og þeir segjast bara lifa. Nei, þeir séu hættir að vinna en skreppi kannski einu sinni í mánuði til að tékka á því hvort allt sé ekki í góðu. Minnast samt ekki orði á það hvað þeir gera. Ekkert "Já, ég er í fisk innflutiningi og hann smíðar skó" nei, nei... Þeir bara reyndu að eiða þessu.
Hákon (frændinn) spyr mig hvað ég sé að skrifa um núna og ég segi honum að ég sé ferlega mikið að spá í samskiptum og hvernig aukin fjarskiptatækni hefur breytt lífi okkar mjög hratt á c.a. fimm árum. Gemsar og þannig. Minnist eitthvað á þau áhrif sem gemsar hafa haft á eiturlyfjaverslun í heiminum. Hann verður allur skrítinn og spyr hversu mikið ég viti um ðe international drug market....

-Ég veit nú ekki svo mikið um hann get ég sagt þér. Held að það væri eitthvað sem tæki langann tíma að finna út úr.
-Já, en hvað mikið veistu?
-Eiginlega ekki neitt.
-Hvað veistu mikið um alþjóðlega glæpi?
-Ekki mikið um þá heldur, en ég held að það væri gaman að forvitast um þetta.
-Hvers vegna?
-Bara, spennandi er það ekki...
-Það er rosalega margt ljótt í gangi. Ótrúlegir hlutir. Myndirðu gera það ef það væri lífshættulegt.

Hér renna á mig tvær grímur og ég veit ekki alveg hvernig ég á að takla þetta, en geri mitt besta... samtalið var farið að flæða frekar hratt...

-Þetta er erfið spurning og afstæð, ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara henni. Það er svo margt sem getur komið að svona. Ég meina, mansal er hættulegt og ógeðslegt. Ég sá góða heimlidarmynd þar sem blaðamaðurinn safnaði upplýsingum... Lilja For Real... sem Lilja forever er byggð á... Það er gott að svona hlutir komi fram, spurningin er bara hvort það hafi virki...
-En hvað ef ég segist vera með mikilvægar, en hættulegar upplýsingar, um ógeðslegri hluti en þú sást í Lilja forever...
-Ég veit ekki hvað skal segja. Ef þú myndir láta mig hafa upplýsingar sem gerðu það að verkum að ég myndi drepast eftir viku þá myndi ég eflaust ekki vilja þær. Þetta er hrikalega erfið spurning.

Trína skítur inn í: Má ég bjóða hennni í mat á sunnudaginn?? Stjúpinn jánkar.

-Hvernig myndirðu kanna svona mál? Sem blaðamaður?
-Ég myndi tala við fullt af fólki og þetta tæki eflaust ár eða meira. Langann tíma. Ég myndi reyna að skoða sem flestar hliðar á málinu. Reyna svo að finna niðurstöðu. Annars bý ég í landi sem er voða seif og sætt. Þar er ekkert svona heví í gangi eins og mansal eða rosa drög market sem vert er að bösta í tætlur. Svo eru líka til allskonar blaðamenn, sumir skrifa um skó og hárgreiðslur, aðrir bösta Nixon. Ég er svona meira í skóm og greiðslum.
-En hvað ef þú værir að skrifa í t.d. New York Times?
-Já, það er annað mál. Annars veit ég það ekki. Sannleikurinn er ekkert sérstaklega vinsæll í dag. Efnahagskerfi heimsins er orðið svo rosalega samofið og allir eru svo háðir hver öðrum að það er erfitt að segja bara akkúrat satt. Það vilja ekki allir heyra það af því þá tapast peningar os.frv. Það er ekki til neitt málfrelsi lengur.

Hákon verður örlítið niðurlútur.

-Þetta er einmitt málið. Það snýst allt um peninga. Ég vildi að það væri ekki þannig en þannig er það. Sannleikurinn er sá að ég lifi í skugga þess að vera með upplýsingar sem ég veit ekki hvað hægt er að gera við, og þær eru hættulegar. Ég hef bara aldrei hitt blaðamann áður svo ég varð að spyrja þig að þessu.

Trína, sem er nett hífuð, stingur upp á því að við förum að trítla. Ég er alveg til í það. Hákon kveður mig með vinalegu klappi á öxlina (eins og hann hafi fundið fyrir létti) og Trína fær mig til að lofa því að hitta sig á sunnudaginn kl 6 fyrir framan veitingahúsið hérna á horninu. Ég verð að gera það... og mér finnst ég verða að hitta þessa svía aftur. Þetta var freeeekar spennandi.

En hvað um það. Á morgun plana ég að fara og skoða markaðinn í Santa Pola (Hákon sagði, kannski sjáumst við á markaðnum á morgu úúú´´iííííúúúú) og tékka svo kannski á Alicante. Eða kannski fer ég þangað á mánudaginn... Minna troðið í búðunum.