fimmtudagur, júní 05, 2003

Í dag hefur verið ábótasamur dagur fyrir mig og mína. Ég hef unnið af kappi og dregið inn nokkur net. Hagur minn eykst og mér vex ásmeginn. Nú er lag.

Frænka mín sem var að koma frá ættaróðalinu á Spáni ætlar að vera í íbúðinni minni á meðan ég verð þar. Miklar gleðifréttir voru að það fylgir vespa. Silfurlituð vespa með silfurlitum hjálmi. Kjörið til að fara út í búð að kaupa spælegg og gos. Ég hef alltaf verið heilluð af vespum. Svo var hún að segja mér að húsið er á þrem hæðum og á efstu hæðinni er stórt svefnherbergi með svölum sem snúa að hafi. Er þetta ekki bara frábært! Mikið hlakka ég til!