Margrét skammast sín fyrir leti í bloggi, en ég hef afsökun... ég var í sveitinni og er búin að hafa rosalega mikið að gera. Tók viðtal við Rottweiler hundana þar sem ég konfronteraði Erp um þetta kynferðislega atferli og hitti svo Bubba Mort poppstjörnu í dag og hana Heru sætu folk singer. Bubbi var frekar pirraður á lífinu til að byrja með en róaðist síðan þegar við fórum inn á Litla ljóta andarungann. Hann hefur haft svona sefandi áhrif á kónginn, enda tengls á milli kónga og andarunga löngu orðin þekkt.
Ég fann besta apa jarðar í dag. Það er Titi apinn sem er undursamlega dásamlega frábær:
Mating and babies: The pair usually mate for life, and like tamarins, the father takes over the care of the infant after it is 2 days old. He carries it, grooms it, shelters it with his body when it rains. He only returns it to mum for its milk feed. Youngsters remain in the family until they are about 3 years old, even when other babies are born.
Magga Hugrún er Titi api.
Held að ég sé bara eitthvað óvenjulega eirðarlaus. Best að kíkja á stjörnuspána: Now you should restore and rejuvenate yourself in peace and quiet. Já ef ég bara gæti það þarna astró mörgæsirnar ykkar... Hah! Ég er neydd til að vera eirðarlaus á elliheimili... en erfitt.
Ég er viss um að Davíð Oddson á eftir að enda sem starfsmaður á elliheimili í næsta lífi. Á eflingarkaupi. Ekki það að ég hafi verið með lélegt kaup... Nei, nei.... slatta... enda fór ég úr landi í nokkra mánuði og þurfti ekki að borga skatta, en hann... hann ætti að vera á lágum taxta og vera líka einstæð móðir. Það væri ágætis díll. "Eat this David... You selfish bastard!" (Guð réttlætisins talar sko bresku). "Og nu skal du kun have 109 tusind kroner per maaned i lön din dumme skid." (Bókarinn er dani).
Hef ég virkilega ekkert betra að segja í dag? Best að hugsa um eitthvað annað og skrifa svo meira á eftir...
miðvikudagur, desember 04, 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|