föstudagur, nóvember 01, 2002

Vinnupælingar

Ég fæ rúmlega 30 þúsund kalli meira útborgað á death row heldur en þegar ég var að vinna sem fastráðin blaðakona hjá Fróða og það er magnað.
Stundum eru þessar "fínu" vinnur ekkert betri en hinar. Í raun er það kannski bara öfugt. Í hinum vinnunum á maður að vera svo "þakklátur" fyrir að hafa fengið þær og svo eru bara gerðar asnalegar kröfur. Það eina sem máli skiptir er að maður fatti hvernig starfsorka manns virkar og hvernig fílíng maður vill vera í og svo á að reyna að haga þessu eftir því. Ég fíla best að fá að vera ein og ráða mér sjálf. Gæti verið leigubílstjóri, uppvaskari, trökkdræver, plötusnúður, wrangler, næturvörður, vitavörður, gangbrautarvörður... eða bara stjórnandi.

Sumir þjást.

Pæliði í því að vera kannski lélegu sambandi og líka með komplexaðan smáborgara á breytingaskeiði sem yfirmann. Þá er hver einasti dagur hjá manni leiðinlegur og allt gengur út á að reyna að sleppa einhvernveginn. Úff! Ég held að Freud hafi eitthvað talað um að til að manni liði vel þá yrði kynlífið að vera í lagi og vinnan. Meikar sens. Maður er átta tíma í vinnu, heima í átta og sefur í átta. Ég held að ég sé búin að prógrammera þetta fínt hjá mér. Á engann kæarasta (betri er enginn fugl í hendi en risavaxinn múkki í rúminu) og er í fjórum ágætum vinnum.

Djöfull er Coldplay ömurleg vælukjóa hljómsveit. Maður vorkennir þeim.

Mig langar að gera karlrembublað sem heitir Pungurinn. Það á bara að fjalla um bíla, brjóst, bjór, fótbolta, græjur, líkamsrækt, ferðalög í á framandi slóðir og kjötmeti.
Það var að koma út nýtt blað fyrir ¨stelpur¨. Það er um ást, ást, útlit, ást og útlit og misnotkun. Eins gott að ég hef verið stjórnlaus frá fæðingu... ef ég hefði ekki verið það þá getur verið að ég hefði farið alveg á mis við allskonar tónlist, bíómyndir, teiknimyndasögur, ferðalög of.l. Ef ég hefði farið eftir "manúalnum" og óskráðu reglunum um hvernig stelpur eiga að vera og hvað þeim á að finnast gaman þá myndi ég kannski eyða 5000 á mánuði í gerfineglur, finnast ég með ljótan rass og pæla ógeðslega mikið í honum. Hah. Það mistókst! Fokk ðe system!

Ok Maria Roff hringdi og ég er að fara að hitta hana á Brennslunni. Hún ætlar að fá sér hammara. Ég fæ mér eitthvað annað... er rosa hress af því ég fékk svo mikið úúúúúúútttttbbooorrrrrgggaaaaððððð.