föstudagur, nóvember 15, 2002

Jæja, þetta var nú aldeilis ábatasamur dagur. Ég afrekaði þvílíkt mikið þó að ég hefði vaknað rosa seint eftir næturvaktina og aðstoðarstelpan mín hefði veikst. Byrjaði á því að fara með mömmu í kringluna að ná í föt fyrir myndatökuna.
Ég á yndislegustu móður jarðar.
Hún er sæt og fyndin og skemmtileg og segir frábærlega frá og tekur eftir ótrúlegustu hlutum sem aðrir taka ekki eftir... og hana nú! Svo finnst henni ég frábær og mér finnst hún frábær.

Já, við náðum í pelsa og svona og svo skutlaði hún mér á tökustaðinn þar sem við tókum helling af skemmtilegum myndum. Reyndar ekki mamma heldur ég og Jónatan og Magga sminka. Þetta gekk glimrandi enda Sísí alveg glimrandi gott módel.

Nú. Svo fór ég með kellingunni henni Möggu Vaff X stjóra á tónleika með Ensími og það var bara hressandi.

Á tónleikununum lá ég í blaðinu Sánd og las viðtal við Ron Jeremy sem Palli Óskar tók. Það var flott hjá honum. Svo kíktum við aðeins á Betu í eina mínútu þar sem hún var að halda eitthvað upp á bókina sína og var rosa hress.

Það er mikið talað um bjór í bókinni. Hún ætti að fá eitthvað bjór fyrirtæki til að sponsa sig. Er heppin að hafa bara verið krakki þegar bjórbannið var enn á. Enn heppnari að hafa ekki verið fædd þegar Góðtemplarar réðu öllu í Reykjavík. Ég meina ÖLLU. Þeir rúluðu bænum.

Those were the day´s.

Ég var í fyrra lífi þá. Var smali sem var nýfluttur á mölina. Seldi sveppi til liðsins á hjálpræðishernum. Þau fíluðu þetta á samkomum. Fannst þau komast í meira töts við Jesúm og verða betri á gítar. Ég hef alltaf verið annaðhvort smali eða drottning í fyrri lífum. Oft verið smali í Færeyjum en einu sinni var ég smali í Ísrael. Það var rosalegt. Svo var ég krossfest fyrir að vera með skæting og dingla mér með hórum og skattheimtumönnum, eða tollheimtumönnum eins og þeir voru kallaðir þá. Ég er reyndar ekki smali í þessu en ég hangi með portkonum og kaupþingsliði...Þetta er nú meiri vitleysan.

Sem betur fer er fólk hætt að krossfesta smala í dag.

Ok, ég ætla að segja sögu af liðamótalausum strák sem var á stofnun hér í úthverfi fyrir mörgum árum. Hann var rosalega glaður, alltaf með hjálm og gat látið lappirnar á sér fyrir aftan höfuð. Stundum þurfti maður að losa hann. Það sem var verst... var... aaaaððððð... hann elskaði að stinga hendinni upp í rassinn á sér og ég er ekki að tala um eitthvað smá. Nei, upp að handakrika! Það lá við að hann vinkaði út um munninn. Magnaður náungi! Svo var hann kannski með hendina upp í rassi, hina ofan í koki og lappirnar fyrir aftan haus og það þurfti tvo til að losa þennan mannlega hnút. Ha hahah...

Það ættu allir að vinna á svona stofnunum annað slagið. Samt ekki of lengi. Til að fá ekki of skrítnar hugmyndir um veruleikann. Ég meina. Þegar það er hluti af daglegum verkum manns að losa mannlega hnúta þá getur maður orðið smá skrítin til lengdar. Ég er að fara að hætta á elliheimilinu.