föstudagur, nóvember 22, 2002

Það er leiðinlegt að vera hérna núna. Búin að hanga hér og er að reyna að hafa ofan af fyrir mér með því að spila skullkid. Kemst samt ekki í gegnum aðra hæð. Er alltaf skotin niður af starfsmönnum sem eru með stærri og betri vopn en ég. Þetta er samt fyndið spil.

Hlakka sjúúúúklega
til að fá frí og byrja að plana sumarbústaðarferðina. Það er svo gaman að vera á leiðinni eitthvert. Var á leiðinni til New York, hætti við og er bara á leiðinni í bústað. Á eftir að ákveða hvað ég geri um jólin. Kannski fer ég til Spánar, kannski til NY, kannski verð ég bara heima. Sjáum til. Verð að muna að hakka í mig vítamín til að fara ekki í eitthvað skammdegis deig.

Andlegt deig.

Einusinni var ég að vinna á pizzastað með manni sem er hommi. Hann hnoðaði deigið, alltaf tvær kúlur í einu. Þetta var ferlega kynferðislegt. Hann hnoðaði kúlurnar og flatti þær svo út á mjög múnúðarfullan hátt. Á meðan var fótbolti í sjónvarpinu (homma-leg íþrótt). Ætli margir menn komi út úr skápnum eftir að hafa unnið sem pizzadeigshnoðarar? Núna er þessi maður há andlegur, notar árugleraugu og fer í svett og svona.

Þetta er nú spennó, leynifélagið Hnokki. Fyndið með svona leynifélög. Þetta var rosalega vinsælt upp úr síðustu aldamótum. Þá voru allskonar svona orders í gangi og allir æstir í þetta. Okköltismi var í tísku, gensplæsingar voru í tísku og meira að segja SS sveitirnar voru einskonar svona regla en ekki bara einhverjar úber löggur. Það sá ég í heimildarmynd sem ég á sem heitir The occult history of the third reich. Sumir fíla kántríföndur. Það er ekki fyrir mig. Ég er aðallega í radíóamatörisma og okköltisma, stundum dett ég inn í alkóhólisma og einstakasinnum tékkar maður á súrrealisma.