"Hressi" fisksalinn
Það var einhver keðja að kaupa fiskbúðina hérna rétt hjá mér. Gamli fisksalinn kominn á snekkju einhversstaðar og nýr tekinn við að skera, pakka og úrbeina. Hann er ekki eigandi búðarinnar en er að reyna að lifa sig inn í hlutverk fisksalans.
Þetta er mjög skrítið. Málið er að þetta er svona hverfisbúð og fólk verslar mjög reglulega í henni og hefur hingað til fengið persónulega þjónustu. Ég kannaðist orðið vel við fisksalann gamla. VIð vorum kammó og kurteis. Svo kom þessi nýi og hann er alveg terrified. Er að reyna að lifa sig inn í eitthvað "á horninu" hlutverk en er alls ekki að takast það. Þetta er ekkert sem hægt er að kreista fram. GÓÐANN DAGINN! HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR Í DAG galar hann eins og einhver sé með byssu við hnakkann á honum.
Svona "kaupmaðurinn á horninu" kammó gír þróast á mörgum árum. Hann verður ekki leikinn. Sérstaklega ekki þegar leikarinn er að deyja úr fiskbúðar sviðskrekk og skelfur á beinum.
|