Ríðið okkur
Spörri bankaði upp á í gær þegar ég var sofandi. Hann skildi eftir handa mér sængurgjöf. Bókina Ríðið okkur eftir Hugleik Dagson. Mjög hressandi bók. Ég hló náttúrlega eins og fífl að þessu, enda sérlega fyndnar skrítlur hjá honum og Spörri yndæll að koma með svona fínerí handa mér.
Sumt af því sem Hugleikur baukar minnir mig á David Shrigley. Nema hvað að hann er listamaður, svona lizzztamaður, á meðan Hugleikur er svona meira að djóka, held ég... Kannski að Shrigley sé bara að djóka líka... ég vona það, það myndi gera þetta nánast enn betra, en samt held ég ekki. Ég keypti bók með honum á Tate modern (einmitt, modern).
Fíla það svo vel þegar liztamenn láta mann hlægja. Eins og t.d. þetta gamla sem Sigurður Guðmundsson gerði. Gata, gangstétt. Búinn að skera kommu út úr frauðplasti og leggja við gangstétt. Allt það. Voða gaman. Mér finnst vanta fleiri fyndna listamenn í heiminn og listamenn sem gera list sem maður getur káfað á eða ýtt á takka og látið eitthvað gerast eða farið inn í listaverkið og baukað eitthvað. Hef persónulega mest gaman af svoleiðis. Ég er svo barnaleg.
|