Hvaða pinöpp gella er ég?
Æskuædolið hennar mömmu samkvæmt útreikningum kvisilla. Vonandi þessi gamla versjón því nýja versjónin af henni er búin að reykja nokkrum kartonum of margar rettur og vera sparsöm á Nivea kremið. Langar ekki að sjá hana pinnöppa.
You're Brigitte Bardot!
What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by Quizilla
Talandi um pinnöpp þá finnst mér stórkostlegt hvað sumar konur sem skilgreina sig sem femínista hafa mikið á móti pinnöpp stelpum. Agnúast endalaust út í t.d. BogB fyrir að sýna erótíska tilburði á ljósmyndum. Eins og þær myndu aldrei láta hafa sig út í slíkt sjálfar. Afi sagði nú einhverntíma að það væri í eðli kvenna að vilja láta dást að sér og í eðli karla að glápa en það er þá andfeminískt eðli.
Ég skil bara ekki hvað er að því? Er t.d. eitthvað að þessu?
... eða má þetta kannski af því það sést ekki í vörturnar?
Þessi þjóð okkar getur verið svo tepruleg, eða svo gróf... það er oftast bara í ökkla eða eyra en millivegurinn er til vandræða. Man t.d. þegar það þótti hálfgert klám að fara í bikiníi í sund og enn veigra íslenskar konur sér við að faraúraðofan í laugunum á sumrin vegna þess að þær gætu verið dæmdar sem lausar í rásinni, léttar á bárunni, sleipar á bakkanum. Shhhh, prófiði að fara til Köben. Þar eru túttur ekki tabú. Onei onei. Þar liggja stelpur um alla bletti á túttunum eins og ekkert sé - og hvað er að því? Er það andfeminískt eða feminískt?
Er það andfeminískt ef það er sílikon í túttunum en feminískt ef þær eru á feitri frjálsri konu sem er sátt við sig og sína? Andfeminískt ef einhver verður graður yfir henni en frelsi ef enginn verður það?
Gella í magabol árið 2004 er fórnarlamb en Janis Joplin, sem var nú bara oft á haldaranum og mjaðmastuttbuxum einum fata var bara kúl, og nota bene, fyrirmynd margra kvenna sem í dag meika ekki frelsi meikaðra kvenna til að fagna eigin líkama og sýna hann ef þær langar til... Djöfullinn... Arf! Arf!
Lifi pinnöpp hnátur! Lifi dúllerí! Áfram geirvörtur! Áfram feitar konur! Áfram mjóar! Ú á hræsni, tvöfalt siðgæði og amerísk ættaða komplexa yfir eigin búk!
Í gvuðs bænum samt! Ekki halda að ég sé ekki femmi. Ég er massívur femmi. Hvernig gæti ég annað?
Mér finnst ömurlegt að hafa þurft að vaxa úr grasi sem einhverskonar annars flokks borgari og fara í gegnum lífið sem einskonar ósýnilegt fyrirbæri. Ráðherra í kvenlíkama; Þeir í Landsbankanum; Þeir hjá Rúv; Lesa mannkynssögu sem inniheldur 99% punga og eitt brjóst og taka það til mín þegar einhver spyr hvort ég sé ekki hamingjusamur, glaður og frjáls -því ég er jú maður (en maður ekki kona).
Fyrir mér eru konur bara að kaupa ávísanahefti af karllægum komplexum þegar þær skrifa undir það að kona sem sýnir á sér skrokkinn í blaði, eða brjóstin í sundi, sé ódýr eða eitthvað lélegur pappír sem hafi eflaust lélega sjálfsmynd og sé 'auðveld' á einn eða annann hátt. Fokk ðatt! Það er bara enn ein birtingarmynd kvenfyrirlitningar (hinar augljósu eru t.d. nauðganir og lægri laun) og mér finnst absúrd þegar konurnar sjálfar taka þátt í því....
(ég verð að ná andanum)
Meira síðar...
Fattar mig einhver?
|