Ég er að breytast í nagg. Komin með hundleið á þessu kjaftæði. Var að skrifa þennan e'mail til fréttastofu Rúv:
Til Fréttastofu
Margrét heiti ég og starfa sem free lance blaðamaður hjá Fróða og víðar.
Eftir að hafa fylgst með fréttum undanfarna mánuði og séð hvern peningaskandalinn reka annann (síminn, Kristján Ra og félagar, olíufélögin...) spyr ég sjálfa mig hvort það sé viðeigandi að þessi mál séu leyst með lagalegum hætti hér innanlands.
Samfélag okkar virkar á mig sem óttaleg "Sikiley Norðursins" þar sem öllu er stjórnað af "vinum" sem eiga sameiginlega hagsmuni af hinum og þessum málum. Þessir "vinir" sitja í ýmsum stjórnum og þeirra einka hagsmunir taka toll af almenningi sem gerir, og getur kannski lítið annað gert, en hneykslast yfir kaffibolla og fussa og sveia og halda svo áfram með yfirvinnuna til að eiga fyrir Visa reikningum.
Rétt í þessu sá ég í fréttum að tilboðum olíufélaganna til Reykjavíkurborgar hefði skeikað á krónum árið 96. Þá sat núverandi borgarstjóri í stjórn félaganna...!
Ég spyr bara vegna þess að ég veit það ekki... en væri ekki eðlilegast að fá utanaðkomandi aðila til að dæma og rannsaka þessi mál til þess að hugsanlegt réttlæti komi fram? Og er hugsanlegt að Fréttastofa Rúv geti skoðað þetta eitthvað eða sambærileg tilfelli?
Kv
Margrét
**********
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|