föstudagur, ágúst 15, 2008

Batman og borgarstjórnin

Ég fór á Batman um daginn. Frábær mynd og þá sérstaklega frammistaða Heaths Ledger. Ömurlegt að þessi snillingur sé látinn. Það hefði sannarlega verið gaman að horfa á fleiri myndir með honum.

Karakterinn hans, Jokerinn, fannst mér alveg magnaður og margt af því sem hann sagði situr enn fast í hausnum á mér. Meðal annars þessi setning sem mér finnst m.a. lýsandi fyrir það sem er í gangi í pólitíkinni hérna. Tíkinni:

"Do I really look like a guy with a plan? You know what I am? I'm a dog chasing cars. I wouldn't know what to do with one if I caught it!"

Fólk sem kemst áfram í stjórnmálum er ekki endilega vel skipulagt, vel gefið eða dyggðugt. Það veit ég fyrir víst því ég hef fylgst með fólki sem ég hef þekkt frá fornu fari reyna að "vinna sig upp" og komast áfram. Hjá mörgum fara málin fljótlega að snúast um að hlaupa á eftir einhverju valdi sem þau svo vita ekki hvað skal gera við þegar þau sitja með það í höndunum. Eins og vaxtarræktarmaður sem vill bara stærri og stærri vöðva -og hvað svo?

Það virðast ekki margar undantekningar frá þessum týpum og maður sér þær helst ef maður nær að fylgjast nógu lengi með. Uppáhöldin mín eru Pétur Blöndal og Steingrímur Joð... og þá er ég ekki að tala um stjórnmálaskoðanir heldur "the way that they do it"... Fínir karlar. Fleiri svona.

Það sem af er árinu hef ég fylgst með þessu borgarrugli úr fjarska. Svona með öðru auganu og af álíka miklum áhuga og ég horfi á Guiding Light þegar það rambar á skjáinn. Ég hef séð viðtöl við fólkið og stundum bara fylgst með svipbrigðum þess og látbragði. Þau eru desperat... eða kát... og flest svona frekar spaugileg (og grínið náði hámarki í Villa og Óla dansinum).
Ég er viss um að ef þetta fólk á eftir að sjá gömul fréttaviðtöl við sig eftir svona tuttugu ár þá mun það roðna og fara hjá sér. Svona eins og ef þú hefur einhverntíma verið í ófarsælu sambandi, eytt miklum tíma í að reyna að láta það virka og svo þegar horft er um öxl og erfiðleikarnir yfirstaðnir - skammast þín fyrir að hafa sóað tímanum í þetta. Og allir eitthvað svo mikið að reyna að vinna samt. Gleyma sér við að hafa betur í leiknum. Hver nær bílnum fyrst? Og hvað svo?

Voff voff