mánudagur, desember 15, 2003

Mér finnst asnalegt þegar það er verið að bera Reykjavík saman við stórborgir í heiminum.
Eins og t.d. þetta með bílastæðamálin í miðbænum. Maður hefur heyrt kjánaleg rök eins og t.d. : Já, já, í miðborg London er nú bílastæðavandi og ÞAR kostar nú miklu meira í stöðumæla heldur en í Reykjavík. Eða: París er nú ekkert auðveld þegar kemur að því að leggja bíl.
Af hverju er ekki bara miðað við borgir eða bæjarfélög þar sem búa 100-150.000 manns. Eins og t.d. Odense eða Skarnæs eða álíka. Í Odense (og flestum minni bæjum Danmerkur) eru ekki stöðumælar í miðbænum. Þar eru hinsvegar yfirleitt göngugötur.

Og af hverju er bara ekki yfirleitt miðað við sambærileg fámenn samfélög þegar það kemur að því að bera Ísland saman við eitthvað annað. T.d. Mónakó, Möltu, Gautaborg, Martinique og síðast en ekki síst... Sikiley...