Nick Cave er guðdómlegur. Boatsmans call er guðdómlegur diskur. Ég sá kallinn þegar ég var í LA í vor. Það var frábært. Ég er búin að hlusta á hann í 15 ár og að sjá hann í fyrsta sinn á tónleikum var eins og að hitta guð. Þeir sem fatta ekki Nick fara á mis við margt í lífinu svo mikið er víst. Hann er í snertingu og hann snertir við mér. Snertir og ertir sköpunartaugarnar og einhverjar melankólíu og ástartaugar og fleiri taugar sem ég veit ekki hvað heita. Það er víst til slatti af tilfinningum sem ekki er búið að finna orð yfir ennþá. Eins og það sem lifir í sjónum.
mánudagur, nóvember 04, 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|