Ég sá einusinni teiknimynd um mann sem gat ekki einbeitt sér að því að semja tónverk. Hann gerði allt til að gera ekki það sem hann átti að gera. Hringdi í einhvern, fékk sér gos með röri og bjó til soghljóð, fiktaði í þessu eina hári sem hann var með á hausnum, labbaði um, horfði út um gluggann, sappaði á fjarstýringunni. Á endanum gargaði hann og lagðist á gólfið og sneri sér í hringi með fótunum en hafði hausinn í miðjunni. Svo vafðist hann inn í gólfmottuna og starði þögull upp í loft.
Svona líður mér núna.
laugardagur, nóvember 23, 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|