Ég er að hugsa um að drepa nágranna minn. Hann er búinn að vera að bora og saga um HVERJA EINSTU HELGI frá því í sumar. Hann reif allt út úr íbúðinni, gólf, veggi... ALLT... og er að setja nýtt inn. Um helgar. Hann vaknar kl 10 á morgnanna og byrjar. Af því það stendur í lögum að það megi. En við Hrafnhildur höfum ekki upplifað eina einustu helgi án þess að heyra í þessum andskotans bor hans. Við ættum að fara upp, rífa niðrum hann og troða bornum upp í rassboruna á honum. Andskotinn...
Um daginn lá Hrafnhildur þunn í rúminu með lovernum sínum þegar nágranninn ákvað að það væri góður dagur til að BRJÓTA NIÐUR VEGG. Hvað er að fólki??? Og hann var ekkert að láta okkur vita. Nei. Þetta má. Það er nóg fyrir hann. Stundum finnst mér Íslendingar vera tillitslausu bjánar í heimi.
sunnudagur, nóvember 03, 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|