Búin að velta fyrir mér eðli kynslóðar minnar í sambandi við sambönd. Talaði við Ágústu í gær, hún er 80 ára. Kom fram á sloppnum og gat ekki sofið. Við ræddum málin.
Vorum sammála um að kynslóðin væri þjökuð af valkvíða og ótta við að missa af einhverju. Karlmennirnir halda að það snúist um magn en ekki endilega gæði. Halda að samband gangi út á sameiginlegar afborganir. Fatta ekki fjársjóðinn. Hvað það er mikið value í því að hafa einhvern sem er til staðar fyrir mann, einhvern sem maður fer djúpt með og kemur upp aftur, ferskur og kátur með fallegri húð. Allir svo hræddir en samt svo forvitnir. Konur gera kröfur um fullkominn mann. Ástin fær ekki að þróast eins og vinátttan heldur eru "sambönd" höstluð og pöntuð eins og fæða kynslóðarinnar... Pizzur. Hvar er besta tilboðið? Svo étur fólk pizzuna hratt og er illt í maganum, en samt til í aðra pizzu eftir nokkra daga.
Karlmenn eru margir með svokallað Peter Pan syndróm. Vilja ekki verða fullorðnir ergo.. taka ábyrgð á sjálfum sér og tilfinningalegum tengslum og þeirri ábyrgð sem fylgir þeim. Margir vilja ekki einusinni verða fullorðnir peningalega. Best að vera bara í never ever land, alltaf... skulda svo bara helling og fara á bömmer. Whake up and smell the coffee!
Vinur minn á fallega kærustu, þau fíla hvort annað, honum finnst hún sæt og skemmtileg. Samt var hann að segja mér að hann væri kominn með sinn klassíska tveggja ára leiða (fimm tveggja ára sambönd á tíu árum). Væri farinn að horfa í kringum sig. Tékka. Bað mig um ráð... Ég sagði "þú getur verið svona þar til þú ert fimmtugur. Alltaf að byrja og hætta af því það er kannski eitthvað betra handan við hornið. Það eru til svoleiðis menn og þeir eru frekar aumkunarverðir. Eru einmana forever", alltaf á flótta í leit að fullkomnun sem er bara blekking eníháv, því þar sem við erum lifandi erum við alltaf að breytast og þar af leiðandi aldrei full-kominn. Því fullkominn þýðir að eitthvað hafi klárast og hvenær klárast maður? Þegar maður dregur síðasta andardráttinn á banalegunni... þá er maður fullkominn. Við erum fullkomlega alltaf að breytast.
Þetta snýst um ákvörðun. Love is about respect and devotion sagði Lauryn Hill. Hún nær þessu held ég ...
En hvað vitum við um svoleiðis gildi þegar við erum prógrammeruð af Friends og Sex and the City og endalausum boðum um eitthvað meira spennandi og betra. Gildin felast ekki í einhverjum Gladiator prinsippum eins og ást, hollustu og heiðarleika... heldur útliti og titlum.
"Showed me that love was respect and devotion
Greater than the planets and deeper than any ocean"
Maður vinkonu minnar hélt framhjá henni. Fór á netið á eitthvað sex tripp og endaði á því að pikka upp gellu og fara og ríða henni á þriðjudags eftirmiðdegi. Fékk klamma. Bréf frá húð og hitt inn um lúguna. Vinkona mín opnaði bréfið. Áfall. Þau voru búin að vera saman í fimm ár, nýbúinn að kaupa íbúð, allt í gúddí. Þvílíkt sjokk.
Hann sagði henni hvað hefði gengið á og hún kom til mín í sjokki. Hún elskaði hann og gerir það ennþá. Það eru fjögur ár síðan þetta gerðist. Hún ákvað að fyrirgefa honum og láta tímann lækna sárin. Hann elskar hana líka. Missti sig bara á pizzutilboðunum og lofaði að hætta að borða pizzur. Þetta er allt svo instant. Nú eiga þau nýtt barn og eru rosa happí.
Hvernig væri að hætta að borða pizzur og byrja frekar að elda mat sem þarf að saxa, marinera, grilla, krydda, baka... hann er betri.
-Allavega kostar meira að borða á Holtinu en Hróa Hetti.
Keepin it real!
Respect!
mánudagur, nóvember 25, 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|