fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Skipt um skoðun

Fyndið. Ég held að ég sé að verða auðhyggjuhippi. Ef það er hægt. Mannelskandi auðhyggjuhippi og íþróttabóhem. Hægri græn.

Dæmi um hugarfarsbreytingu mína er t.d það að ég held að Gísli Marteinn yrði stórkostlega fínn borgarstjóri. Hann myndi fara út á ráðstefnur og svona og allir myndu halda að við værum með tvítugan borgarstjóra. Sem er náttúrlega bara góður húmor. Einu sinni fannst mér hann agalega þreytandi. Hann var náttúrlega hálf asnalegur í sjónvarpinu, eins og Guðmundur Steingríms, en það gerir hann ekkert að verri manni. Núna finnst mér hann bara mjög frambærilegur og ef ég ætti ekki heima í húsi númer tvö frá Reykjavík þá myndi ég kjósa hann.